Þú nærð til ríflega 100.000 virkra notenda á mánuði. Um leið og auglýsingin birtist þá sendum við skilaboð til notenda sem eru með Alfreð á vaktinni.
Auglýsing. Úrvinnsla. Ráðning.
Með auglýsingu á Alfreð fylgir aðgangur að kerfi sem heldur utan allt frá auglýsingu yfir í móttöku og úrvinnslu umsókna til ráðningar.
Ráðningarkerfi Alfreðs býður fyrirtækjum ótakmarkaðar aðgangsheimildir upp á að veita ótakmörkuðum fjölda starfsfólks aðgangsheimild sem stýra má eftir ábyrgð og hlutverki notenda í ráðningarferlinu.
Umsjón með auglýsingum
Það er einfalt og þægilegt að búa til auglýsingar og halda utan um birtingar í appi og á vefsíðu Alfreðs. Fylgstu með fjölda umsókna dag frá degi. Eða bættu við aukaþjónustu ef setja þarf aukakraft í leit þína að starfsfólki.
Úrvinnsluborðið
Innifalið í auglýsingu á Alfreð er aðgangur að kerfi sem auðveldar þér að vinna úr umsóknum. Úrvinnsluborðið leyfir þér að færa umsóknir á milli dálka og sía umsækjendur niður í bestu kandídatana í starfið.
Ráðningarborðið
Þú gengur með ráðningu á nýju starfsfólk í ráðningarborði Alfreðs. Ráðningarborðið fylgir með í verði auglýsingar og þar er hægt að kalla eftir frekari upplýsingum um nýliða á vinnustaðnum og færa þær inn í þitt mannauðskerfi.
Vinnustaðaprófíll
Aukaþjónusta
Þegar þú setur upp atvinnuauglýsingu á Alfreð þá sérðu úrval af aukaþjónustum. Ef þú vilt keyra upp athygli á auglýsingu sem er komin í birtingu þá getur þú hvenær sem er bústað hana eða valið aðra aukaþjónustu sem hentar starfinu.